Decode Genetics

Nýbygging DeCode Genetics var stórt skref fyrir Eykt. Skila þurfti fullbúnu og sérhæfðu rannsóknar- og skrifstofuhúsnæði ásamt bílageymslu á afar skömmum tíma, en einungis11 mánuðir liðu frá fyrstu skóflustungu þar til byggingin var tekin í notkun.

Byggingin er stór, um 15.000m² og þurfti að uppfylla margvíslegar sérkröfur rannsóknarstarfseminnar. Eykt var aðalverktaki verksins og sá um uppsteypu, lagnir og allanfrágang innan- og utanhús ásamt því að reka vinnubúðir fyrir svæðið. Byrjað var á verkinuí febrúar 2001 og hóf DeCode flytja inn í húsið í desember sama ár.

Byggt af Eykt
Arkitekt: Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar